Heim Hljóðverið
Hljóðverið

Hljóðverið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæðið nýtist mjög vel og er einkar notalegt og hlýlegt.

Stjórnrýmið er með góðri vinnuaðstöðu og einnig þægilegri aðstöðu til hlustunar og til að slappa af eftir vel heppnaðar upptökur. Stjórnrýmið er afar vel hannað fyrir hljómburð og er með Dynaudio BM6A og Genelec  monitorum ásamt því að vera með sérhönnuðum SUB bassa undir gólfinu í kjallara stjórnrýmis.

Þess vegna hentar hljóðverið einnig vel til masteringar á öllu stereo hljóði. Upptökurýmið hefur einkar hlýjan viðar sjarma sem skilar sér í gamaldags og hlýlegum hljómburði og þægilegri upplifun. Hljóðverið hentar vel umfangsminni verkefnum þar sem gott næði skapast og vinnufriður. Tónlistafólki þarf að líða vel og vera í skapandi umhverfi þegar það flytur tónlist sína. Þá eru atriði eins og hljómburður,góð lýsing, aðbúnaður og fl. hluti af upplifuninni og hefur áhrif á sköpunargleði listamanna. Þetta var Jónas með í huga þegar hann hannaði og smíðaði hljóðverið enda er hann sjálfur tónlistarmaður og mikill fagurkeri.


Helsti búnaður:

AD/DA:
UA Apollo
UA 471d

Preamps:
Focusrite ISA428 MkII
UA 471
UA Apollo
Art TPS ll

Monitor:
Genelec 8240A DSP
Dynaudio BM6A 
SUB - Genelec 7060B

 

Vélb/Hugbúnaður:
Apple iMac 27" 3,5 ghz Intel i7
Pro tools 11 
Logic pro 8


Microphones:

Audio-Technica
AT-4051  2st
ATM-450
AT-4050
AT-4051b  2 stk  
AT-2020 2stk
ATM250DE
Rode NTK
Rode Nt1
SE Electronics Gemini III
SE Electronics SE4 2stk
SE Electronics SE 2200a
Shure sm57
Og fl.