Heim Um Hljóðver.is
Um Hljóðver.is

Jónas Björgvinsson

Hljóðver.is er í eigu Jónasar Björgvinssonar. Hljóðverið hannaði hann sjálfur og smíðaði ásamt góðri hjálp frá vinum. Jónas hefur verið með annan fótinn í tónlist í gegnum tíðina. Hann stofnaði hljómsveitina Ummhmm í kringum útgáfu plötunnar Haust árið 1998 en platan inniheldur lög og texta Jónasar. Síðan hefur hann unnið við ýmiskonar hljóðvinnslu og tónsmíði. Jónas stundaði m.a. kontrabassanám við FÍH og er meðlimur í vestfirska rokkkórnum Fjallabræðrum. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.